25. nóv. 2016

Saga Nýhils – ellefta brot brotabrots brotabrotabrots

Haukur hannaði Nýhilsíðuna.  Fyrirrennari hennar var kannski síðan NRTL – Nokkrar rafeindir tileinkaðar ljóðlistinni – sem hann bjó til sennilega rétt eftir að hann hætti í MH. Þar voru ljóð eftir mig (við þekktumst ekki enn) og það sem ég reikna með að hafi aðallega verið MH-ingar. Sem er kaldhæðið á tvo vegu – annars vegar voru þetta miklu stilltari og yfirvegaðri og væmnari ljóð en við vorum farnir að skrifa þarna fjórum árum síðar, og hins vegar sú að Nýhil beinlínis stillti sér upp gegn ljóðinu sem slíku og einhverri viðstöðulausri ástúð og umhyggju gagnvart því, sem lýsti sér annars vegar í endalausum greinaskrifum um að ljóðið væri ekki dautt og hins vegar í nafngiftum félagsskapa einsog Besti vinur ljóðsins og Ljóðvinir í Gerðubergi. Að tileinka rafeindir ljóðlistinni er sams konar velvild – sem var þá uppurin þegar Nýhil var stofnað.

Einhvern tíma löngu seinna skrifaði Davíð Stefánsson ádeilugrein um mig („Opið bréf til alls þess sem er EÖN“) þar sem hann líkti ljóðinu við gamla konu sem væri að staulast yfir götu (og mér við bláeygt fíflið sem í ofsafengnu aðstoðarkasti stórslasar konuna þegar hann ætlar að einhenda henni yfir götuna). Það var þessi afstaða – að ljóðið væri gömul, hálfblind kellingarugla og maður ætti að gæta sín í samskiptum við hana, svo hún hreinlega molnaði ekki undan snertingu – sem okkur fannst óþolandi. Sennilega hef ég líkt henni við annars konar átakaglaðari konu (en samt konu – allt var einsog áður segir kynferðislegt og ég var gagnkynhneigður og rétt skriðinn yfir tvítugt).

Þegar Nýhilvefurinn fór í loftið haustið 2002 birtust þar alls kyns greinar – Haukur skrifaði talsvert um heimspeki, Viðar Þorsteinsson skrifaði um femínisma, ég skrifaði helling um bítskáldin, Grímur birti einhvern furðulegasta og skemmtilegasta einþáttung sem ég hef lesið („The Way of the Gay“ – sem ég finn ekki á wayback machine, en veit þó að er þar) og allir skrifuðu um pólitík. Svo birtust líka skrítnar hliðartilkynningar um eitt og annað sem var að gerast – og bara svona smávægilegt röfl, hálfgerðir statusar. Til dæmis kemur þetta fljótlega eftir Nýhilkvöld í Reykjavík, sem hefur verið haldið rétt fyrir kjördag 10. maí – ég átta mig ekki á því hver heimildin hefur verið eða hvort það var ég eða Haukur sem skrifaði:


Það hefur samt líklega verið Haukur Már – ég var ekki svona mikill Houellebecq aðdáandi. En hvorugur okkar var á landinu, svo guð veit hver klagaði að allir hefðu verið stilltir. 

Á vefnum birtust líka hálfgerð manifestó – sem síðar voru hreinlega kölluð manífestó – og ég man svo sem ekkert hvað aðrir skrifuðu en ég sveiflaðist sjálfur milli þess að hóta því gróteskt að nauðga lesendum mínum í augntóftirnar (með textanum! meinti ég! auðvitað!) eða skrifa um mikilvægi dillandinnar í ljóðlist og pólitík. Að maður sem sagt dillaði sér. Kátína og ofbeldisfullt svartnætti og spennan þar á milli – líklega er þar með lýst fagurfræði minni frá Heimsendapestum og í gegnum Nihil Obstat. 

Þá birtist eitthvað af ljóðaþýðingum, kaflar úr bókum, tilkynningar um útgefin verk (t.d. íþróttatösku Nýhils, sem Halldór Arnar framleiddi í takmörkuðu upplagi – ég átti eina en hún týndist) o.s.frv. Flokkar voru „Ljóðadagur“ (sem innihélt alla frumskapaða list, líka smásögur og leikþætti), Mánudagur (sem voru pistlar) og Veröld (sem voru fréttir). 

Það var líka kommentakerfi, sem ég held að hafi verið afar fátítt annars, nema kannski á bloggum. Ekki að viðbrögðin hafi verið mikil – en einu sinni skrifaði þó mamma og sagði að ég hefði ekki verið alinn upp með það fyrir augum að ég gengi um og hótaði að nauðga fólki í augntóftirnar. Ég svaraði því einhvern veginn – með nýju manifestói, sennilega. Ég reyndi að fá eitthvað af þessu birt í blöðunum en fékk aldrei nein svör (og hef síðan eiginlega aldrei nennt að skrifa í íslensk blöð). 

Í byrjun árs 2003 ákváðum við Haukur svo að skiptast á að skrifa manifestó mánaðarins. Það entist í 2-3 skipti, líklega skrifaði ég einu sinni – og fyrsta meðvitaða manifestóið var áreiðanlega einhvers konar stafsetningarleiðbeiningar. Algerlega 100% straight-shooting heiðarlegar stafsetningarleiðbeiningar. Ef ég man rétt. 

Vefurinn átti eftir að fara í gegnum nokkrar uppfærslur. Fyrst misstum við lénið – nyhil.com – í hendur einhvers fjárglæfravíruss og fluttum okkur yfir á nyhil.org. Svo fórum við sennilega á blogspot einhvern tíma í kringum 2006-2007 – og um svipað leyti gerði Lommi nýja heimasíðu með alls kyns upplýsingaefni sem við Viðar höfðum samið (m.a. „sögu nýhils“) en Hauki Má ofbauð svo útlitið, sem hann sagði nasískt, að hún var tekin niður eiginlega strax og hún fór í loftið. Á blogspot síðunni fórum við Lommi einhvern tíma líka í manifestóstríð – skiptumst á að skrifa – og svo komu einhverjar vel hannaðar en frekar tómlegar Nýhilsíður í kjölfarið. Sem virkur og spennandi fjölmiðill entist Nýhilvefurinn sennilega ekki nema fram til 2005. 

Svona byrjaði þetta, tótal kaos:


Og svona lauk því, stílhreinu og fínu:


4. nóv. 2016

Í gærkvöldi las ég upp með Johnny Rotten. Eða – hann las alls ekkert upp. Hann tók bara við spurningum úr sal og bullaði síðan. Þetta var samt áhugavert, Johnny Rotten er auðvitað mannkynssagan og þarna var hann að svara fyrir sig. Hann talaði merkilega vel um fólk, miðað við orðstírinn sem fer af honum. Sagðist sakna Sid. Sagðist meira að segja sakna Malcolm McClaren. Og virkaði innilegur, eins innilegur og manni er fært að vera í þessum aðstæðum. En svo var auðvitað einhver snertur af sorglega trúðnum þarna líka. Sérstaklega þegar hann setti upp Johnny Rotten prakkaraglottið sitt – eða kom með erkitýpíska Johnny svarið (d. „Hver er eftirlætis tónlistarmaðurinn þinn?“ „ÉG!“). Svona einsog hann væri að leika sjálfan sig frekar en að vera hann sjálfur.

Ég las tvö ljóð úr Óratorreki. Það gekk ágætlega en salurinn var eiginlega tómur. Og það er talsvert þægilegra að lesa fyrir fáa ef þeir eru í aðeins minni sal. Þetta var líka svona síðast þegar ég las, fyrir tveimur árum. Fyrsta klukkustundin í ljóðaherberginu er steindauð. Enda meikar meira sens að detta inn í upplestur þegar maður er búinn að fara á a.m.k. eina tónleika. Það fylltist svo allt þegar Rugl spilaði og var fullt þar til við fórum. Ég elti Ástu Fanneyju og impromptu hljómsveitina hennar upp á Kolabraut þar sem Ásta splæsti kampavíni á hersinguna.

Saga Nýhils: Níunda brot brotabrots brotabrotabrots

Ég skrifaði næstum öll ljóðin í Nihil Obstat fyrir sviðið í Versuchstation. Ég hafði lítið lesið upp fyrir þann tíma og aldrei svona reglulega. Og varð strax mjög upptekinn af sviðinu sem slíku, sviðinu sem verkfæri í ljóðlist, meðal annars til að transgressera – ganga of langt. Ekki að það hafi verið auðvelt að sjokkera árið 2002, eða beinlínis tilgangurinn, heldur langaði mig að kanna rýmið einsog hvert annað myndlíkingarsvæði og skoða hvar lesandinn kannaðist við sig. Þegar maður er með lítinn hóp af fólki sem mætir alltaf er hægt að miða ljóðlínunum nákvæmlega á vissa einstaklinga – tala til skiptis við Hauk, Ásthildi, Núma, Danna, Söru og svo framvegis í kaosi sem erfitt er að hnýta saman öðruvísi en sem pólífónískt portrett. Þannig er Nihil Obstat full af línum sem sumir úr hópnum skildu en aðrir skildu alls ekki; mikið tilvísanir í leyndarmál, slúður og einkasamræður í hópnum. Þetta er auðvitað ekkert nýtt – bítskáldin, sem ég var frekar upptekinn af, gerðu mikið af því að ríða saman ljóðmál úr einkalegum upplifunum sínum. Það er líka eitthvað beinlínis rafurmagnað við að taka líf annarra til handargagns og lesa þau svo ofan í sama fólk – vitandi að vissir hlutir mega ekki skiljast. En svo var ég líka bara að leita í tungumálinu að hlutum sem stuðuðu sjálfan mig.

Mér leið (og líður) hins vegar ekki vel á sviði. Og ég las alltaf of hratt. Þegar ég spurði fólk (fyrir Berlínárið) hvernig upplesturinn hefði verið var svarið alltaf það sama: Þú verður að lesa hægar, gefa fólki smá tíma til að heyra orðin áður en þú ryðst áfram. Og þegar ég reyndi það varð ég enn stressaðri. Og beinlínis skalf. Fyrst byrjaði fóturinn á mér að skjálfa og þegar ég strammaði hann af með vöðvaafli byrjuðu hendurnar á mér að skjálfa – stundum svo mikið að ég gat varla lesið á blaðið sem ég hélt á. Þegar ég strammaði þær af byrjaði ég að stama. Í Berlín fór ég að snúa þessu við. Lesa hraðar og hærra og gefa algerlega skít í hvort fólk skildi hvað ég var að segja eða hafði tíma til þess að melta ljóðlínurnar. Ég hætti að nálgast upplesið ljóð einsog það væri einfaldlega flutningur á texta (nú er ég byrjaður að vinda ofan af þessu – og er að reyna að finna leiðir til þess að gera einmitt það, leiðir sem mér hugnast). Þegar ég hætti að halda aftur af mér hætti ég líka að vera jafn stressaður. Enn í dag líður mér best á sviði ef ég bara öskra viðstöðulaust (sem kemur fyrir). Þá er einsog taugaveiklunin eða feimnin eða hvað maður kallar það hafi einhverja eðlilega útgönguleið.

Saga Nýhils – tíunda brota brotabrots brotabrotabrots

Við rákum sjálf barinn á Versuchstation og innkoman þurfti helst að kovera leiguna. Ég man ekki hvað það var mikið, en einhvern tíma reyndum við að fá sendiráðið til að spotta okkur um þetta – sennilega var það svona 20 þúsund kall á núvirði – fyrir að halda mánaðarleg (meira og minna) íslensk menningarkvöld. En það var ekki séns. Engir peningar til, því miður. Sem okkur þótti alveg svolítið fyndið svar vegna þess að við fórum reglulega í partí í sendiráðinu – sem gestir múmara, sem voru þá iðulega plötusnúðar – og óráðsían í veisluhaldi fór ekkert framhjá okkur. Það var hægt að fljúga hálfu utanríkisráðuneytinu til Berlínar til þess að mæta á einhverjar hönnunarsýningu með drekkhlöðnum snittuborðum og léttvíni, en enginn áhugi á lifandi sjálfsprottinni menningu á svæðinu. Við vorum viðstöðulaust skítblankir (skuldum enn síðustu 3-4 mánuði í leigu á íbúðinni okkar; vorum eiginlega bornir út) og fannst þetta frekar súrt. En við nutum í sjálfu sér góðs af léttvínsbökkunum í sendiráðinu.

Ég man líka að einu sinni þegar einn kokteillinn var að klárast þá fór Danni út á svalir og náði í tvo eða þrjá kassa af bjór og gekk með þá beint út. Dyravörðurinn stöðvaði hann í dyrunum og spurði hvert í ósköpunum hann þættist ætla að fara með þetta og hann svaraði bara „út“ og var ekki spurður neins frekar. Danni virkar (og er alla jafna) svo solid náungi. Á dyraþrepinu fyrir utan tróðum við síðan bjórunum inn á okkur og fórum á einhvern bar – þar sem við drukkum okkur hauslaus og enduðum öll ber að ofan á dansgólfinu. Án þess að kaupa einn einasta bjór. Og svo stálum við líka fullt af Teletubbies grímum af veggjunum. Einsog gefur að skilja man ég samt óljóst eftir þessu.

Danni var líka sá sem oftast sá um barinn. Enda eina manneskjan í þessu fyllibyttubandalagi sem hafði yfir sér nokkra áru átorítets. Þetta átorítet notaði hann svo til þess að sannfæra fólk að það þyrfti mjög nauðsynlega að kaupa meiri bjór. Með þeim rökum annars vegar að við þyrftum að eiga fyrir leigunni – það var ekkert aflögu í heimilisbókhaldinu til að borga það ef barinn dekkaði það ekki – og hins vegar að hann væri að reyna að setja nýtt sölumet. Sem hann gerði iðulega (og varð svo tíðrætt um). Að minnsta kosti einu sinni var alveg sæmilegur afgangur af rekstri barsins, sem var áreiðanlega nýttur í að borga internetreikninginn svo við gætum uppfært Nýhilsíðuna (sem ég verð að segja frá síðar).

Undir lok vetrar var okkur tilkynnt að við gætum ekki haldið áfram á Versuchstation. Kvöldin urðu alltaf lengri, háværari og trylltari – það var búið að vara okkur nokkrum sinnum við – en þetta gekk víst á endanum of nærri nágrönnunum. Við fórum og skoðuðum einhvern bar sem átti að taka við en mig minnir að hann hafi verið eitthvað of hannaður – of mikið sitt eigið rými. Kosturinn við Versuchstation var hvað hún var auð – strípaður hvítmálaður kassi með stólum, litlu sviði og bar. Svo var líka veturinn eiginlega á enda og óvíst hvort mér væri stætt á að halda áfram að vera í Berlín, af fjárhagslegum ástæðum – ég hafði þraukað allan veturinn á þriggja mánaða námslánayfirdrætti, án þess að ná að klára það sem ég þurfti til þess að fá sjálf námslánin (sökum blöndu af trassaskap af minni hálfum, röngum upplýsingum frá LÍN og tregu kerfi í Þýskalandi). Í öllu falli ætluðum við Haukur báðir til Íslands yfir sumarið, hið minnsta.

Grímur – sem er kvikmyndagerðarmaður og af framsóknarættum – hafði meiri skilning á peningum heldur en við. Hann vissi meðal annars að þeir væru til og það væri hægt að sækja um þá. Sennilega hefðum við getað kríað út einhverja peninga fyrir Nýhilkvöldin í Berlín ef við hefðum gert það í gegnum rétta kanala, frekar en að fá bara betlifund í sendiráðinu. Það er ansi stór munur á þessum aldri – fyrir listamenn – hvort þeir skilji svona kerfi eða ekki, hvort þeir hafi aðgang að einhverri reynslu eða þekkingu kerfunum tengdum. Það er auðvelt að heltast úr lestinni einfaldlega vegna þess að maður áttar sig ekki á því hvernig neitt virkar.

Í öllu falli þá fékk Grímur – sem var í Prag um veturinn en kom reglulega í heimsókn til Berlínar – þá hugmynd að sækja um styrki til þess að túra landið með ljóðafyllerí. Þegar við Haukur komum síðan til landsins um vorið – tókum rútu til London og flugum heim; í London hafði Haukur þurft að skilja stóran hluta af hafurtaski sínu eftir, af því við áttum ekki fyrir yfirvigtinni og lentum í epískum erjum við flugvallarstarfsfólkið – var Grímur sem sagt búinn að redda fullt af peningum og tilkynnti okkur einfaldlega að nú þyrftum við að fylla tvo bíla af ljóðskáldum, hann væri búinn að bóka okkur í gigg um allt land.

3. nóv. 2016

[ég er í reykjavík og gleymdi að taka með mér ljóðabók]


Reykjavík. Hressó. Það er ekki kalt en ekki nógu hlýtt til að maður nenni að sitja úti. Kaffið er þunnt. Það er blautt en ekki rigning. Helgi Hrafn pírati gekk hjá. Sighvatur Björgvinsson gekk hjá. Mér finnst einsog túristunum hafi fækkað síðan ég var hér síðast. Þeir eru enn í meirihluta samt. Já, heyrðu – það er Airwaves, ætti ekki að vera allt stappfullt? Sennilega er ég bara eitthvað viðutan. Einhvers staðar í nágrenninu er sennilega verið að mynda ríkisstjórn. Ég borðaði ríflegan hádegisverð á Sólon en mig langar samt að borða meira. Ég hangi bara á stöðum sem plebbar hefðu hangið á svona 2002. Ég er að fóðra í mér nostalgíuna. Blaut Reykjavík og þunnt kaffi þjóna sama tilgangi. 2002 voru fartölvur samt of þungar til að maður nennti að burðast með þær í bæinn. Ef maður þá átti nokkuð fartölvu. Mér finnst það sennilegt en það er ekki víst. Ég byrjaði daginn á því að hlaupa fimm kílómetra á hlaupabretti í Stúdíó Dan. Í kvöld les ég ljóð með Bubba Morthens og Johnny Rotten. Og Crispin Best, Ástu Fanneyju og Steven Fowler. En þau voru aldrei mér vitanlega í pönkhljómsveit. Ég var í pönkhljómsveit. Kjell Westö er í popphljómsveit – hann var að senda mér póst og segja mér að hann yrði á sömu bókmenntahátíð og ég í næstu viku. Að spila með koverbandinu sínu. Ég ætla að útskýra fyrir honum í löngu máli þráhyggju mína fyrir Appetite for Destruction. Annars er ég nú bara að hlusta á Van Halen. Ef mér tekst að læra Appetite alla í ár (ég kann hana eiginlega alveg) þá ætla ég að fara í splitt á næsta ári. Einsog David Lee Roth. Nei, djók. Ég ætla ekki í splitt. Ég var gerður fyrir annars konar mikilfengleika en að fara í splitt. Nema ég sé að hugsa um spíkat, ég rugla því stundum saman. Steinar Bragi gaf mér smásagnasafnið sitt, Allt fer. Það er borubrattasti titill flóðsins. Aftan á henni stendur að Steinar sé með rosalega mikla hæfileika í litlaputtanum. Það finnst mér mjög skrítinn staður fyrir hæfileika. Það er sá fingur sem maður notar minnst á lyklaborðið. Sama gildir í gítarleik. Eiginlega held ég að það séu mjög fá svæði mannlegrar starfsemi þar sem það kemur sér vel að hafa mikla hæfileika í litlaputtanum.

2. nóv. 2016

Leystu mig upp, bróðir, með auga þínu sem lokast aldrei
sem lítur bara út, sér ekkert, bara skímuna og sólspeglað vatnið
milli laufa 
í júlígrænkunni, undir tré
í bláu tágarkörfunni sem bar þig stóran 
þegar allt í kringum þig suðaði
og þú varst einsog hunangið 
ég sjálf í gulum kjól, dökkum
í trénu, sífellt dekkri gulum, skrækari, æpandi upp
en þögult, upp í trjátoppinn,
sigur, litli bróðir, yfir öllu
af þyngd kórónunnar
finn ég fyrir höfði sólarinnar

Katarina Frostenson – Ég sjálf í gulum kjól

Ég veit ekki hvort þetta er vel gert hjá mér. Frostenson er ekki beinlínis einföld í þýðingu. Ég þekki mikið af sænskum skáldum sem hafa hana í hávegum. Sjálfum finnast mér textar hennar mjög sjarmerandi og þessi afar fallegur, en það er ekki laust við að sjálfstraust mitt í sænskunni ráði ekki alveg við þessar skrítnu setningar, einsog eitthvað í mér kikni eða bugist. Mér finnst alltaf einsog ég sé að misskilja eitthvað og missa af einhverju. Sem er skrítið – það truflar mig ekkert á ensku að lesa brotna undarlega texta. En þá treysti ég líka enskunni minni betur. 

---

Ég sá tvo spekinga úr minni stétt ræða Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs á Facebook. Annar þeirra var miður sín að Frostenson væri ekki lengur jafn sæt og hún var þegar hún kom á bókmenntahátíð 1992 – hinn sagðist ekki lesa „skandinavískan litteratúr“, því hann væri svo gegnsýrður af pólitískri réttsýni. Þriðji nefndi svo annars staðar eitthvað um að sigurvegarahópurinn væri full einsleitur – fyrir utan Frostenson voru þetta allt karlar í svörtum jakkafötum. Mér fannst það eitthvað skakkt líka – það getur margt búið í svörtum jakkafötum, alls kyns usli. Það liggur við að svört jakkaföt séu alltaf dulbúningur. 

---

Stundum finnst mér einsog Trump sé löngu búinn að vinna, þótt það verði ekki kosið fyrren í dag. Fögnuður forheimskunnar vann. Tortóla vann á Íslandi. Glamour tímaritið hefur tilnefnt Bono sem konu ársins. Trump vinnur líka þótt Clinton vinni – það er sigur fyrir Trumpismann að það sé ekkert skárra í boði en þau tvö (þótt vissulega sé skárra ef hún vinnur). Mér finnst meira að segja að ég verði vitlausari sjálfur, dag frá degi, allt verði einu stigi heimskara frá augnabliki til augnabliks. 

---

Ég get heldur ekki gert upp við mig hvort ég drekk of lítið kaffi eða of mikið kaffi. 

31. okt. 2016

Chieftains, farmers, pirates and class-traitors

Þessi pistill birtist í (frekar slakri) þýskri þýðingu í tas í Berlín fyrir helgi. 

To begin: an anecdote. The Icelandic State Radio RÚV has on it's homepage an election test, designed to help us – the people – find the candidates whose opinions most accurately reflect our own. In the test we, like the candidates, are asked about the most common issues which we grade on a sliding scale: Do we agree 94% that Iceland should accept more asylum seekers? Do we disagree 13% that kindergartens should be privatised? 29% that kindergarteners organs should be harvested? What do we think about allowing alcohol to be sold in convenient stores – could we perhaps not care less?

When I took this test the candidate whose opinions most accurately matched mine was Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir, for Björt Framtíð – a newish social-democrat party. Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir also happens to be „Hilda“ – my childhood sweetheart, the girl I was insanely in love with from age six to about eleven, when she brutally broke my heart and dumped me by mail. (Spoiler alert: I won't be voting for her).

So. If you want to understand Icelandic democracy, the first thing to note is that due to the size of the population – 340 thousand people, whereof around 245 thousand are eligible to vote – Iceland doesn't much function like a nation, in the continental understanding of that word. Iceland is a kind of a family gathering, a feast slightly larger than a Greek wedding, where the guests happen to share their own common language and a natural border.

The next thing to note is that with 12 political parties and 1.307 candidates running for 63 seats in a single house of parliament, 1 out of every 187 possible voters is also a candidate.

As is to be expected with a nation of this size, almost everyone on the voters registry is at least distantly related to almost everyone else and the probability of anyone being at least semi-closely related to a high-ranking candidate – or knowing them personally – is therefore great. To put it mildly.

So every time I criticize a political party on my Facebook feed, I need to state clearly, that my criticism does not refer to my friend Gylfi, my cousin Magnús, the wife of my friend Smári, the grandfather of my sons best friend, nor indeed my childhood sweetheart Hilda – who are indeed the only representives of said parties worth their weight, and if only their parties were more like them, perhaps they would be electable.

For if I don't single them out and except them from the apparent evils of their parties, they will see it and anger-like it, and that will make our next social gathering either embarassing or violent. The only way to maintain this illusion of nationhood – or indeed that of a functioning democracy – is through intense denial and clinical codependency.


Historically Iceland has been led by a coalition of the libertarian conservatives of the Independence Party and the national conservatives of the Progressive Party, sometimes supported by either of the two traditional left parties. I.e. farmers, chieftains and class traitors. Only once – from 2009-2013, right after the financial collapse – has the country been led by the left, without support or concessions to the right. Four years of diluted socialism during a time when much of the country's economical policy was decided by the International Monetary Fund – in a history that reaches back to 930 AD. (Granted, Alþingi's contemporary form is only about a 170 years old – before that Alþingi was mostly run by chieftains, foreign kings and heathen priests, which are demographics I have no problem with defining as thoroughly right wing).

This year, though, things are supposed to be different. For one thing the Pirates – a party hard to pin down in the chieftains, farmers and class traitors model – are polling at around 20%, despite the right's rabid attempts at painting these often colorful characters as deceitful, melodramatic crybabies and out-of-control hypocrits. The biggest scandal they've managed to pin on the Pirates so-far is that one of their leaders once imprecisely stated his education. On a LinkedIn profile. From 2006.

The Social-Democrats in Samfylkingin – having spent their days in government trying to force-feed a non-willing public with an EU-application (now canceled) and the very unpopular Icesave-agreements – are slowly but surely disappearing. Considering that two decades ago, the party was literally formed in order to unite the left under one banner, that is insane. Their name – Samfylkingin – even means „the coalition“. With that name, you can't poll at the bare minimum.

Meanwhile, most of the Social-Democrat following, that hasn't escaped to the Pirates, has gone to Björt Framtíð („Bright Future“ – perhaps named so to emphasis the obvious: the only thing they don't share with Samfylkingin is their „bleak past“) and to the more right-leaning, Viðreisn, popularly seen as a more liberal(ist) split from the Independence party.

For a full picture of the opposition to chieftains and farmers add to this two populist parties, Dögun (Dawn) and Flokkur Fólksins (The People's Party), a semi-communist party called Alþýðufylkingin, the Humanists and the nationalists of Þjóðfylkingin – who though newly formed seem to have already imploded in a chaos of accusations, insinuations and malpractice, causing many to claim that the most powerful anti-fascist mechanism, when properly harnessed, is the unending stupidity of fascists themselves.

But stray voters have a tendency to find their way home in the end. Party insiders are now trembling from election jitters, grasping at straws in every available. Of course they all claim to be the only one (in this Greek wedding) with a long term memory. Don't you remember when cousin Siggi drank up all the Ouzo? Have we already forgotten who's responsible for yesteryears rotten baklava? If we again hire the same horrible DJ, I'm going home!

And to tell you the truth, having seen my country try and make many changes in the past years – a new constitution (stranded), anarcho-populist reform in Reykjavík (technocratism and liberal lip service), jailing bankers (it's complicated, but ultimately unsatisfying), overthrowing the right wing government (only to vote them back in) – I'm fairly certain that after the weekend, we will be returning to a status quo of farmers and chieftains. The best we can hope for, is a few class traitors. Whereupon, of course, we'll start hoping for a new revolution.


25. okt. 2016

Háð er hollt.
Grínið gott.
Valdið vont.

Úr Litlu hugsanabókinni eftir Guðberg Bergsson.

Ég er flúinn að heiman. Kominn með skrifstofu úti í bæ fram í miðjan næsta mánuð. Út af myglunni, sem lagast ekkert, sama hvað ég geri. Versnar bara, ef eitthvað er.

Það eru nokkrir dagar í kosningar. Ég hef enn ekki gert upp við mig hvort ég kýs Vinstri-Græn, sem nýjustu upplýsingar herma að séu klámsjúk (gott ef ekki hreinlega kúkaklámsjúk), eða Pírata, sem eru byssuóðir gervistærðfræðingar. Kannski úllendúllendoffa ég bara.

Saga Nýhils: Áttunda brot brotabrots brotabrotabrots

2002 gaf Nýhil út þrjár bækur. Fyrst kom Heimsendapestir, sem ég hafði þegar fjallað um, en síðan Spegilmynd púpunnar: Greatest Shits eftir Hallvarð Ásgeirsson og þá heimspekiritið Aðilafræðin eftir Hauk Má Helgason.
ljóðabókin

Nei, nú slæ ég þessu upp og þá segir internetið að bók Varða hafi ekki komið fyrren 2003. Hugsanlega er það rétt. Það gæti líka verið að Aðilafræðin – sem var BA-ritgerð Hauks – hafi komið eftir áramótin líka. Maður man aldrei neitt.

Já, jú – 21. janúar, 2003, segir Tímarit.is.

Haukur fer svo í viðtal í febrúar í tilefni af því að hann hafði verið valin – ásamt alþjóðlegu einvalaliði – til þess að gera útvarpsleikrit fyrir BBC World. Þar kemur í fyrsta sinn nokkur opinber útskýring á Nýhil – ef frá er talinn vefurinn sem opnaði sennilega rétt fyrir áramót.

– Þú hefur einnig staðið fyrir ýmsum uppákomum, bókaútgáfu o.fl. í nafni Nýhil. Hvað er það? „Nýhil er félagsmiðstöð launbúddískra róttæklinga með aðalbækistöðvar í Berlín. Okkur þykir lífið alltof ágætt til að taka það mjög alvarlega. Eða taka systemin alvarlega; peningasystemið, vinnusystemið, velsæmissystemið. Það er auð- veldara að sjá þau utan frá þegar maður stendur raunverulega, landfræðilega, utan þeirra. Nýhil hefur hingað til staðið sig best sem bókaútgáfa, með þrjár útgefnar bækur og einn DVD-disk á síðasta hausti: Heimsendapestir, ljóðabók eftir Eirík Örn Norðdahl, Aðilafræðin er heimspekirit eftir mig og Draumar um Bin Laden leikrit eftir Steinar Braga. DVD-diskurinn geymir vídeólistaverk frá Halldóri Arnari Úlfarssyni, myndlistarnema í Helsinki og Reykjavík. Fleira er á leiðinni, t.d. erum við Grímur Hákonarson trúlega að fara að gera hvor sína stuttmyndina, undir merkjum Nýhils. Nýhilkvöldin sem við höfum haldið í Berlín og Reykjavík slá tempó í starfið, með mixi af upplestrum og tónlist frá vinum okkar.“ –
Draumar um Bin Laden kom að mig minnir aldrei út sem sjálfstætt verk en Áhyggjudúkkur hafði komið út hjá Bjarti þarna um jólin og við vorum í skýjunum yfir henni og í kjölfarið í talsverðum samskiptum við Steinar – sem urðu meðal annars til þess að ég skrifaði formála að leikritinu (og bætti við einhverjum texta, aðallega neðanmálsgreinum). Verkið var svo prentað í Af Stríði sem kom út snemma um haustið 2003.

Tveimur dögum fyrir viðtalið – 13. febrúar – birtist þessi tilkynning í horni í Morgunblaðinu:

Gunnar Þorri er Pétursson, bókmenntafræðingur, Ófeigur er Sigurðsson rithöfundur, Varði er áðurnefndur Hallvarður Ásgeirsson – sem síðar hefur aðallega einbeitt sér að tónsmíðum og gítarleik, Bjarni Delirium Klemenz er rithöfundur, Pétur Már trommaði síðar í Skátum, Stína er Kristín Eiríksdóttir og mér finnst sennilegt að Alli sé Aðalsteinn Jörundsson – sem í dag er þekktur sem AMFJ og er þekktari fyrir að vera „power noise musician“. Þetta er fyrsti viðburður Nýhils á Íslandi og einhvers staðar eru til upptökur af honum – en við í Berlín vorum augljóslega fjarri góðu gamni, a.m.k. fýsískt. Á listann vantar mann sem ég kann ekki frekari deili á en hann las þýðingar á leiðarvísum, meðal annars fyrir traktora, sem höfðu verið þýddir úr rússnesku. 

Já, ég fann þetta hérna í arkífunum. Fyrst traktoragaurinn. Haukur Már tók líka upp lestur á texta sem var spilaður af teipi – og Varði rímixaði þann texta og rímixið var líka spilað. 


Ég á líka upptökur af Hauki að lesa, eina af Gunnari Þorra og tvær í viðbót af Traktoragaurnum. En ég veit ekki alveg hvað er óhætt að birta hérna í leyfisleysi.

Myndin af Hauki er tekin í íbúðinni okkar við Prenzlauer Allée, mér sýnist hann liggja á dýnunni minni frekar en inni hjá sér – hugsanlega var herbergjaskipanin svona allra fyrstu dagana og við skiptum síðar. Ég held að ég hafi ekki getað sofið útréttur í hinu herberginu, sem var minna, eiginlega pínulítið – tæplega tveir sinnum tæplega tveir metrar. Þau voru að vísu jafn breið en það stærra var mjög langt – sennilega 8-9 metrar, sinnum tæplega tveir.

Mér vitanlega eru ekki til nein dokument um Nýhilkvöldin í Berlín – ég hef aldrei séð mynd eða heyrt upptöku þaðan.

Ein saga – sem tengist dokumentasjón: Þennan vetur ákvað Haukur Már einu sinni að endurfæðast sem skáld. Hann tók handritið að ljóðabókinni sem hann hafði unnið að síðustu misserin og brenndi það síðu fyrir síðu í stofunni hjá okkur, sem fylltist af reyk og þetta varð allt hálfgert kaos en með miklu harðfylgi og talsverðri þrjósku og stórum opnanlegum stofugluggum og járnruslafötu tókst honum samt að brenna allt. Svo eyddi hann skjalinu í tölvunni sinni – mundi þá að ég átti annað eins og bað mig að gera hið sama. Sem ég gerði, áður en ég tilkynnti honum að ég ætti líka útprent af handritinu sem hefði orðið eftir á Ísafirði og geisladisk sem hann hafði sent mér, með upplestrum á flestum ljóðunum í bland við hljóðabréf og upplestra á ljóðum úr Heimsendapestum (sem hann var að ritstýra þegar hann sendi mér bókina).

Sennilega er 2002 árið sem hlutir hættu að hverfa endanlega úr heiminum. Samt er svo lítið til af því í dag. Handritsútprentið fannst aldrei, svo ég muni – en ég á hljóðupptökurnar.

11. okt. 2016

What they preach in Clark County is false.
In the air, we are only negation. Someone says,
Our seat cushions are also floatationdevices! And home is also a vacation spot
where potions are served hot and good and we fill
our noses with the stuff of life-sized plastic. Before takeoff
I watch the sun reflecting in the snow. 

Úr ljóðinu On Children, How I Hate Them And Want To Corrupt Them, How You Know I Hate Them, And What That Could Mean úr ljóðabókinni Other People's Comfort Keeps Me Up At Night eftir Morgan Parker. 

Ég á frekar erfitt með að keyra á hálfu tempói. Eða venjulegu tempói. Það er ekki bara eirðarleysi, mér líður beinlínis einsog ég verði allur sljór einhvern veginn ef ég er ekki að drífa mig. Ég hægi á mér og missi niður allt tempó, enda á að stara bara fram fyrir mig einsog uppvakningur. Þetta er eitthvað hákarlasyndróm. Sink or swim. Úr þessu þarf ég að bæta, annars enda ég bara útbrenndur.

Ég brenndi einu sinni úr bílvél – fyrir langalöngu. Þá var ég að keyra til Patreksfjarðar að hitta kærustuna mína. Sennilega hef ég verið átján ára. Ég var með tónlistina stillta svo hátt að ég tók ekkert eftir því þegar vélin byrjaði að djöflast. Lögreglan stöðvaði mig þegar ég kom keyrandi inn í bæinn og spurði hvað væri eiginlega í gangi með bílinn.

Það fer líka illa með mig að vera aftur á Facebook. Ég finn að maður verður smám saman átakafælnari og einhvern veginn hvumsa á samfélaginu. Það er eitt að takast á um pólitík – en síðan ég kom aftur hef ég verið afvinaður og fólk nákomið mér hefur dreift um mig óhróðri. Út af þessu fiskeldismáli, sem sagt, fyrst og fremst; og það best ég get enn einlæglega séð, að ósekju og í fullkominni hysteríu. Skrítnast er einmitt að lenda í þessu frá fólki sem maður hefur alls ekkert tekist á við.

Sennilega hangi ég á Facebook fram að kosningum. Nema ég geri það ekki.

Ég er líka að verða þreyttur á Íslandi. Ekki að búa á Íslandi heldur díla við Ísland. Ef maður fær borgað fyrir eitthvað, fær maður ekki borgað flug, ef maður fær borgað flug fær maður ekki borgaða gistingu. Maður fær sjaldan borgaðan taxta fyrir neitt. Og þetta er ekki spurning um smæð – miklu minni batterí í Svíþjóð haga sér ekki svona.

Yfirleitt er ég ekkert mjög bugaður fyrren á miðvikudögum. Mig óar við morgundeginum.